Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Beef bestur í Hero Challenge
Andrew Beef Johnston. Mynd: golfsupport.nl
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 21:08

Beef bestur í Hero Challenge

Englendingurinn Andrew „Beef“ Johnston fór með sigur af hólmi á Hero Challenge mótinu sem fór fram í kvöld. Keppnin var upphitun fyrir British Masters mótið á Evrópumótaröðinni og höfðu keppendur mjög gaman af henni.

Johnston háði mikla baráttu gegn Paul Dunne um sigurinn en þeir léku til úrslita.

Keppendur mótsins voru ásamt þeim Johnston og Dunne þeir Justin Rose, Thomas Björn, Thorbjörn Olesen og Matt Wallace.

Hero Challenge fór fyrst fram fyrir British Masters mótið árið 2016. Þá sigraði Frakkinn Alex Levy. Í fyrra sigraði Kínverjinn Haotong Li.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)