Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Metþátttaka í Leirunni 1. maí
Sigurður Garðarsson, fyrrverandi formaður GS á fyrstu flötinni 1. maí.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 3. maí 2024 kl. 16:26

Metþátttaka í Leirunni 1. maí

Tvöhundruð áttatíu og sex kylfingar léku Hólmsvöll á fyrsta opna degi á sumarflötum. Það er jöfnun á mesta fjölda á einum degi en sami fjöldi, 286, mætti á teig á Hólmsvelli í 25. apríl 2021, í miðjum heimsfaraldri. Það met gæti verið slegið á morgun, laugardaginn 4. maí en skráning er mjög þétt frá morgni og langt fram á dag.

Veðrið var gott 1. maí og kylfingar voru eins og beljur að vori, gleðin skein úr andliti þrátt fyrir aukahögg hér og þar.

Ágæt þátttaka var í árlegu 1. maí móti á Strandarvelli á Hellu. Guðmundur Ingvarsson, starfsmaður klúbbsins sagði völlinn koma vel undan vetri og það hafi verið fín stemmning 1. maí. „Það er frost í jörðu á stöku stað þannig að það var erfitt að taka holur á tveimur, þremur flötum en þetta horfir til bóta með hækkandi sól og útlitið er mjög gott.“ og s

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Í Þorlákshöfn sem hefur verið vinsæll vetrarvöllur var líka fjöldi á 1. maí. Í vor hefur mikill fjöldi sótt Kirkjubólsvöll í Suðurnesjabæ heim eins og alltaf en hann hefur verið með opið á sumarflatir allt árið um kring í mörg ár.

Opnað hefur verið inn á sumarflatir á um tug golfvalla og fleiri opna á næstu dögum og vikum.

Séð yfir 5. og 3. flöt á Hólmsvelli.

Ýmsar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hólmsvelli í vetur, m.a. vegna komandi Íslandsmóts í golfi. Hér má sjá verðandi fyrsta teig á 4. braut sem mun liggja alveg að varnargarðinum sem er við ströndina í Leirunni. Að neðan má sjá breytingar á stóru sandglompunni vinstra megin við 11. flöt.