Frábær byrjun hjá Guðrúnu - er í toppsætinu á lokaúrtökumótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék frábært golf á fyrsta hring á lokaúrtökumóti fyrir LET Evrópumótaröðina sem fram fer á Al Maaden Golf Marrakech og Royal golf Marrakech golfvöllunum í Marakkó. Guðrún lék á fimm höggum undir pari og er í efsta sæti en deilir því með þremur öðrum. Þrjár aðrar íslenskar golfkonur eru meðal þátttakenda; Ragnhildur Kristinsdóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir.
Mótið hefur verið stytt í 72 holur vegna mikilla rigninga að undanförnu og verður engin niðurskurður.
Tuttugu efstu og jafnar munu öðlast þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni 2026
Guðrún var í miklu stuði og var eftir 17 holur á sjö höggum undir pari, með sjö fugla og tíu pör. Síðustu brautina lék hún á tveimur yfir pari en endaði engu að síður á -5, 68 höggum sem er frábær árangur. Þennan fyrsta hring af fjórum lék Guðrún á Ml Maaden vellinum sem er par 73 en hann er nærri 500 metrum lengri en Royal Marrakech völlurinn.
Hinar íslensku stelpurnar léku sama völl.
Ragnhildur Kristinsdóttir endaði 18 holurnar á pari, 73 höggum og Andrea Bergsdóttir á einu höggi yfir pari pari, 74 höggum. Ragga er í 65. sæti og Andrea í því
Hulda Clara Gestsdóttir endaði 18 holurnar á fjórum yfir pari, 77 höggum.






