Kylfingar, íþrótta- og útivistarfólk hittast í Laugardalshöll í mars
Golf Expo 2026 golfsýningin fer fram í Laugardalshöll dagana 7.–8. mars og markar tímamót fyrir golfáhugafólk landsins. Það eru liðin mörg ár síðan golfið á Íslandi átti sína eigin árshátíð og því löngu kominn tími á glæsilega og faglega sýningu – stærstu golfsýningu sem haldin hefur verið á Íslandi. Golfáhuginn hefur aldrei verið meiri og Expoið mun endurspegla þá stemmningu sem ríkir fyrir golfsumrinu framundan, segir í tilkynningu frá sýningarhöldurum.
Allt stefnir í að Golf Expo 2026 verði öflugur vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna nýjustu vörur og lausnir í golfheiminum. Fjölbreytt fyrirtæki taka þátt sem sýnendur, allt frá framleiðendum golfbolta til bílafyrirtækja, golfvöruverslanir, golfhermar, heilsuvörur, kírópraktorar, ferðaskrifstofur, hótel, PGA, GSÍ og fleiri. Þannig fá gestir góða mynd af þróuninni í golfheiminum bæði hérlendis og erlendis, auk þess sem þeir geta átt von á sérstökum kynningum og góðum tilboðum sem verða í boði eingöngu þessa helgi. Á sýningunni gefst því kjörið tækifæri til að skoða, bera saman og gera góð kaup áður en sumarið hefst af fullum krafti. Sýningin er þó ekki eingöngu markaðstorg, því á dagskrá verða áhugaverðir fyrirlestrar, kennsla og fræðsla sem höfðar jafnt til byrjenda og reyndra kylfinga.
„Við ætlum líka að hafa gaman, einn heppinn gestur mun ganga út af sýningunni með vinning að verðmæti 1 milljón króna sem sýnendur leggja til. Allir eiga möguleika á að vinna, óháð reynslu á golfferlinum, og verður áskorunin kynnt eftir áramót. Fleira skemmtilegt verður einnig kynnt þegar nær dregur og má fylgjast með á heimasíðunni www.golfexpo.is
„Við hvetjum gesti til að gefa sér góðan tíma á GOLF EXPO. Veitingar verða á svæðinu og opið verður báða dagana frá kl. 10:00 til 16:00.
Miðaverð er stillt í hóf. Aðgangsmiði fyrir fullorðna kostar einungis 2.850 krónur og gildir alla helgina. Keyptur miði veitir aðgang að öllum fyrirlestrum og viðburðum á sýningunni. Unglingar 14–17 ára greiða 1.800 krónur og börn 13 ára og yngri fá frítt inn.
Golf Expo má líta á sem hátíð golfsins á Íslandi. Þetta er vettvangur þar sem kylfingar, fyrirtæki og sérfræðingar koma saman, miðla reynslu, ræða nýjungar og mynda tengsl fyrir komandi golfsumar. Sýningin er haldin á besta tíma ársins, þegar kylfingar eru að stíga upp úr vetrinum og undirbúa nýtt tímabil eða byrja sitt golf sumar.
„Einhverjir golfklúbbar víðsvegar af landinu verða á svæðinu og kynna velli sína, þjónustu og fjölbreytta möguleika fyrir gesti. Viðbrögðin hafa verið afar jákvæð og í byrjun desember var um 85% af golfplássinu í Laugardalshöll þegar bókað. Allt bendir því til að uppselt verði um áramót. Fyrir fyrirtæki sem vilja kynna vörur, nýjungar eða ferða- og þjónustutilboð fyrir golfáhugafólk er viðburðurinn því einstakt tækifæri til að hitta markhópinn augliti til auglitis, rétt áður en golfsumarið 2026 hefst,“ segir Sara.


