Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Berglind í algjörum sérflokki á Leirumótinu
Berglind Björnsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 5. júní 2021 kl. 22:56

Berglind í algjörum sérflokki á Leirumótinu

Það má með sanni segja að Berglind Björnsdóttir sé í algjörum sérflokki þegar einum hring er ólokið á Leirumótinu, þriðja stigamóti ársins á GSÍ mótaröðinni. Hún er átta höggum á undan næstu kylfingum.

Berglind er búin að leika hringina tvo á samtals þremur höggum yfir pari. Í dag kom hún í hús á 73 höggum, eða höggi yfir pari. Hún fékk fjóra skolla í dag en á móti fékk hún þrjá fugla.

kylfingur.is
kylfingur.is

Jafnar í öðru sæti á 11 höggum yfir pari eru þær Saga Traustadóttir og Andrea Ýr Ásmundsóttir.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21