Fréttir

Berglind og Guðrún mæta til leiks á morgun í Frakklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 21:20

Berglind og Guðrún mæta til leiks á morgun í Frakklandi

Atvinnukylfingarnir Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefja á morgun leik á Montauban Ladies Open mótinu. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni og er leikið á Golf de Montauban l'Estang vellinum í Frakklandi.

Guðrún Brá hefur leik á morgun á fyrsta teig klukkan 8:41 að staðartíma, sem er 6:41 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Luisa Dittrich frá Þýskalandi og áhugakylfingurinn Charlotte Bunel frá Frakklandi.

Berglind byrjar aftur á móti á 10. teig og hefur hún leik klukkan 12:42, sem er 10:42 að íslenskum tíma. Með henni í holli er hin þýska Greta Isabella Voelker og Emma Grechi frá Frakklandi.

Um síðustu helgi léku þær í Svíþjóð og komust þær hvorugar gegnum niðurskurðinn. Það er því vonandi að þær nái að sýna sitt rétta andlit. Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.


Berglind Björnsdóttir.