Fréttir

Besti árangur kvennalandsliðsins frá upphafi
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 19:05

Besti árangur kvennalandsliðsins frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið í golfi tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leik um 7. sætið í dag á Evrópumóti áhugakylfinga í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi samkvæmt heimasíðu Golfsambands Íslands.

Íslenska liðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var liðsstjóri.

Í leik dagsins töpuðu Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir 2/1 í fjórmenningsleiknum, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 4/2 og Heiðrún Anna Hlynsdóttir tapaði 6/5.

Heimakonur í Svíþjóð fögnuðu sigri eftir úrslitaleik gegn Þjóðverjum.

Lokastaðan:

  1. Svíþjóð
  2. Þýskaland
  3. Danmörk
  4. Sviss
  5. Ítalía
  6. Frakkland
  7. Spánn
  8. Ísland
  9. Tékkland
  10. Holland
  11. Belgía
  12. Slóvakía