Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Besti árangur Spieth í 37 mótum
Jordan Spieth.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 20:55

Besti árangur Spieth í 37 mótum

Jordan Spieth hefur mátt muna fífil sinn fegurri en eftir tvær góður vikur með góðum niðurstöðum virðast hlutirnir vera að snúast honum í hag. 31. janúar síðastliðinn var Spieth í 92. sæti heimslistans og hafði hann ekki verið neðar síðan 7. júlí árið 2013 þegar hann var ekki orðinn 20 ára gamall.

Eftir ótrúlega velgengni á árunum 2015 til ársins 2017, þar sem að hann vann 10 mót á PGA mótaröðinni og þar af þrjá risatitla, kom tímabil þar sem hvorki gekk upp né niður hjá Spieth. Árin 2019 og 2020 voru afar erfið hjá Spieth og voru sumir blaðamenn farnir að spá því að Spieth myndi aldrei koma til baka.

Hann hefur þó aðeins þaggaði niður í þeim röddum með góðri spilamennsku undanfarnar tvær vikur. 

Hann endaði jafn í fjórða sæti á Waste Management Phoenix Open mótinu fyrir rúmri viku og í gær endaði hann jafn í þriðja sæti á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu. Þetta er hans besti árangur síðan á PGA meistaramótinu árið 2019 en síðan þá hefur hann leikið í 37 mótum. Þetta var einni í fyrsta sinn síðan 2018 sem hann endar á meðal fimm efstu tvær vikur í röð.

Að lokum þá er Spieth búinn að vinna sér inn 277,5 stig á FedEx listanum sem er meira en hann náði að vinna sér samtals inn í 21 móti þar á undan. Það er því vonandi að fólk geti farið að sjá þennan fyrrum efsta kylfing heimslistans fagna sigri að nýju.