Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

Besti hringur Kaufman í 351 dag
Smylie Kaufman og Jordan Spieth eru góðir félagar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 10:15

Besti hringur Kaufman í 351 dag

Undanfarin tvö ár hafa verið erfið fyrir Bandaríkjamanninn Smylie Kaufman sem leikur á PGA mótaröðinni.

Frá því að Kaufman endaði í 4. sæti á Sanderson Farms Championship mótinu árið 2017 hefur hann leikið í 26 PGA mótum og einungis komist í gegnum niðurskurðinn tvisvar.

Jafnvel þegar Kaufman náði í fyrsta skiptið í 15 mánuði í gegnum niðurskurð á Rocket Mortgage Classic mótinu í júní lék hann á 80 höggum á þriðja keppnisdegi og endaði neðstur af þeim sem komust áfram.

Um helgina mátti hins vegar sjá batamerki á leik Kaufman þegar hann lék sinn besta hring á mótaröðinni í 531 dag en hann lék á 67 höggum á öðrum keppnisdegi Bermuda meistaramótsins. Því miður fyrir hann dugði skorið þó ekki til þess að komast áfram þar sem hann lék fyrsta hringinn á 76 höggum.

Í ár eru fjögur ár frá því að Kaufman vann sinn fyrsta titil á PGA mótaröðinni en hann kom árið 2015 á Shriners Hospitals for Children Open. Árið 2016 var Kaufman svo í lokahollinu á Masters mótinu en lék lokahringinn á 81 höggi og endaði í 29. sæti. 

Í samtali við Golf Digest á dögunum sagði Kaufman að hann væri að gera allt til að koma leik sínum í lag. „Ég er að reyna halda mér frá fjölmiðlunum og samfélagsmiðlunum á meðan ég næ leiknum mínum í gott stand. Ég er að einbeita mér að golfinu.“