Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Bestu kylfingar landsins keppa um þann stóra í Eyjum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 3. ágúst 2022 kl. 11:10

Bestu kylfingar landsins keppa um þann stóra í Eyjum

Stærsta golfmót ársins, Íslandsmótið í höggleik verður í Vestmannaeyjum 4.-7. ágúst. Gríðar mikill undirbúningur hefur staðið yfir en völlurinn skartar sínu fegursta og er tilbúinn að taka á móti bestu kylfingum landsins.

Íslandsmótið var í fyrsta sinn haldið í Eyjum árið 1959 en þá var leikið á 9 holum sem voru útbúnar fyrir mótið en heimamenn urðu að sjá á eftir svæðinu að mótinu loknu. 

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Mótið fór síðast fram í Eyjum 2018 en þá sigruðu Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Golfklúbbnum Keili. Þar á undan var mótið 2008 en þá vann Helena Árnadóttir úr GA og Kristján Þór Einarsson úr Mosfellsbæ. Árið 2003 vann Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og Birgir Leifur Hafþórsson en hann vann einnig 1996 en það var hans fyrsti titill en hann hefur oftast allra orðið Íslandsmeistari karla eða sjö sinnum. Karen Sævarsdóttir úr GS vann þetta ár kvennaflokkinn í Eyjum en það var hennar áttundi titill í röð.

Núverandi Íslandsmeistarar eru Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG. Þau eru bæði til leiks og munu fá harða keppni. 

kylfingur.is verður í Eyjum og mun fjalla ítarlega um mótið í máli og myndum.