Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Biðröð á Kirkjubólsvöll í Sandgerði - nokkrir vellir opnir
Kylfingar sem mættu kl. 8 á skírdagsmorgun léku golf við þessar aðstæður sem sjá má á myndinni. Mynd/ÖrvarÞór.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 9. apríl 2020 kl. 11:27

Biðröð á Kirkjubólsvöll í Sandgerði - nokkrir vellir opnir

Nokkrir golfvellir eru opnir og sums staðar hefur verið mikil aðsókn, til dæmis á Kirkjubólsvöll í Sandgerði. Þar var biðröð á teig í gær og margir að mæta í dag, skírdag.

Sandgerðingar og GS-ingar fengu það staðfest hjá landlækni ekki þyrfti að loka væri farið eftir settum reglum en opnun golfvalla hefur verið til umræðu hjá forráðamönnum GSÍ án þess að niðurstaða hafi fengist. Margir forráðamenn klúbba eru ósáttir hvernig staðið hefur verið að þessu máli.

Meðal valla sem vitað er að séu opnir auk Kirkjubólsvallar eru Hólmsvöllur í Leiru og Hlíðavöllur í Mosfellsbæ en þeir eru báðir eingöngu opnir fyrir félagsmenn og svo er golfvöllurinn í Vestmannaeyjum opinn. Þá er æfingasvæðið Hraunkot opið og æfingasvæði GS í Leiru.

Hér er texti af Facebook síðu GSG:

„Í ljósi þess að ekki náðist samkomulag á fundi GSÍ og öðrum golfklúbbum höfum við ákveðið að golfskálinn verður lokaður en anddyri verður opið og þar geta menn gengið frá flatargjaldi. Það verður ekki starfsmaður á staðnum og við hvetjum kylfinga til að fara eftir reglum um sprittun og 2 metra reglunni. Ekki taka stangir úr holum, það verður sandur í holunum og menn verða að gera sér það að góðu. Vallargjaldið er 3000. kr
Það verður posi á staðnum og það verður líka hægt að leggja inná reikning beint úr símanum.
Ps. Muna eftir rástímaskráningunni.

Hlíðum Víði og góða skemmtun.

Fyrir hönd stjórnar GSG, gleðilega páska!

Kylfingur.is fór í golf með fleiri Suðurnesjamönnum nýlega á Kirkjubólsvelli og tók saman stutt myndband sem sjá má hér.