Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Birgir Björn endaði í 2. sæti á Central Kansas Classic
Birgir Björn Magnússon.
Miðvikudagur 12. september 2018 kl. 07:00

Birgir Björn endaði í 2. sæti á Central Kansas Classic

Birgir Björn Magnússon, GK, lék glæsilegt golf á Central Kansas Classic mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 10.-11. september á Turkey Greek golfvellinum.

Birgir, sem leikur fyrir Bethany háskólann, lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari og endaði í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum (-1) áður en hann lék seinni tvo hringina báða á 68 höggum.

Auk Birgis lék Gunnar Blöndahl Guðmundsson fyrir Bethany skólann. Hann lék samtals á 22 höggum yfir pari (80, 77, 75) og endaði í 25. sæti í einstaklingskeppninni.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is