Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Birgir Leifur Hafþórsson hefur ekki tekið þátt í Íslandsmóti síðan 2016 - þegar hann vann
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 10. ágúst 2025 kl. 15:27

Birgir Leifur Hafþórsson hefur ekki tekið þátt í Íslandsmóti síðan 2016 - þegar hann vann

Birgir Leifur Hafþórsson er sigursælasti karlkylfingur Íslands fyrr og síðar. Hann vann titilinn eftirsótta alls sjö sinnum, þann síðasta árið 2016 og hefur ekki tekið þátt síðan þá. Atvinnuferlinum lauk árið 2018 og hann hefur ekki keppt í alvöru móti síðan þá. Hann skipti um stefnu, menntaði sig og vinnur í dag hjá Acro verðbréfum. Kannski má segja að hann sé eins og atvinnukylfingur, fyrstu fundir með viðskiptavinum Acro fara stundum fram á golfvellinum. 

Birgir mætti í Hvaleyrina til að fylgjast með og tók smá spjall við Kylfing.

Örninn 2025
Örninn 2025