Fréttir

Birgir og Guðmundur komust ekki áfram
Birgir Leifur Hafþórsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 21:39

Birgir og Guðmundur komust ekki áfram

Annar dagur Euram Bank Open mótsins var leikinn í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson voru báðir á meðal keppenda en ljóst að er að þeir komast ekki áfram.

Guðmundur Ágúst var í góðum málum eftir gærdaginn á tveimur höggum undir pari. Hann náði sér aftur á móti ekki á strik í dag og kom í hús á 77 höggum, eða sjö höggum yfir pari. Hann fékk fimm skolla, einn skramba og restina pör í dag. Samtals endaði hann því á fimm höggum yfir pari.

Birgir Leifur lék viðburðarlítið golf í dag. Hann kom í hús á 70 höggum, eða pari vallar, þar sem hann fékk tvo fugla, tvo skolla og restina pör. Fyrsta hringinn lék hann á höggi yfir pari og endaði hann því hringina tvo á einu höggi yfir pari.

Niðurskurðurinn miðaðist við þá kylfinga sem voru á einu höggi undir pari og betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.