Örninn22_bland
Örninn22_bland

Fréttir

Bjarki og Böðvar Bragi byrja vel í Svíþjóð
Bjarki Pétursson lék vel í dag.
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
þriðjudaginn 10. maí 2022 kl. 14:38

Bjarki og Böðvar Bragi byrja vel í Svíþjóð

Sex Íslendingar á Ecco-mótaröðinni í vikunni

Sex íslenskir kylfingar leika á Rewell Elisefarm Challenge á Ecco-mótaröðinni (Nordic Golf League) í vikunni en leikið er í Svíþjóð. Bjarki Pétursson, GKG og Böðvar Bragi Pálsson, GR léku vel á fyrsta hring í dag.

Bjarki var ræstur út af 10. teig. Hann lék fyrri níu holur sínar á 35 höggum eða á 1 höggi undir pari og seinni níu holur sínar á 34 höggum eða 2 höggum undir pari. Hann fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum og var samtals á 3 höggum undir pari Elisefarm vallarins. Bjarki er sem stendur í 4.-7. sæti en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar
Skorkort Bjarka

Böðvar Bragi var einnig ræstur út af 10. teig. Hann lék fyrri níu holur sínar á 34 höggum eða á 2 höggum undir pari og seinni níu holur sínar á 36 höggum eða á pari. Hann fékk fimm fugla og þrjá skolla á hringnum og var samtals á 2 höggum undir pari vallarins. Böðvar er sem stendur í 8.-16. sæti.

Skorkort Böðvars Braga

Sebastian Friedrichsen frá Danmörku leiðir sem stendur á 4 höggum undir pari en hann situr einnig í fyrsta sæti stigalista mótaraðarinnar.

Andri Þór Björnsson, GR, hefur einnig lokið leik en hann kom í hús á 74 höggum eða 2 höggum yfir pari. Hann fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum og situr sem stendur í 63.-90. sæti.

Skorkort Andra

Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð, náði sér ekki á strik í dag. Hann kom í hús á 77 höggum eða 5 höggum yfir pari. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum og situr sem stendur í 114.-124. sæti.

Skorkort Arons Bergssonar

Þeir Axel Bóasson, GK og Aron Snær Júlíusson, GKG eru meðal þeirra sem enn eiga eftir að ljúka leik. Þeir fóru út um eittleytið í dag á íslenskum tíma.