Fréttir

Bjartsýnar spár fyrir árið 2021
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 15:32

Bjartsýnar spár fyrir árið 2021

Nýju ári fylgja nýjar vangaveltur og spár um framgang mála næstu 12 mánuðina. Oftst eru þessar spár rangar enda er aðeins um spár að ræða. Hér að neðan er að finna nokkrar spár fyrir árið 2021 sem er eflaust í bjartsýnni kantinum sé tekið mið af gengi kylfinga undanfarna mánuði

1. Bryson DeChambeau vinnur Grænan jakka

Bryson DeChambeau sagði í viðtali fyrir Masters mótið síðast haust að Augusta National völlurinn væri par 67 fyrir hann (völlurinn er par 72). Hann endaði mótið á einu tveimur höggum undir pari og endaði mótið 18 höggum á eftir Dustin Johnson.

2. Patrick Reed vinnur annað risamót

Patrick Reed fagnaði sigri á Masters mótinu árið 2018 og er það eini risatitillinn hans til þessa. Hann hefur aftur á móti verið einn af betri kylfingum heims undanfarin ár og hefur til að mynda endað á meðal 10 efstu í öllum risamótunum.

3. Einhver mun leggja línurnar að því að takmarka högglengd

Bryson DeChambeau gerði hálfpartinn lítið úr Winged Foot vellinum síðasta haust þegar að hann vann Opna bandaríska meistaramótið með sex höggum. Takist DeChambeau að endurtaka leik sinn á Augusta national í vor eru allar líkur á því að einhver samtök muni leggja fram tillögu að breyttum reglum sem eiga að takmarka högglengd bestu kylfinga heims.

4. Tiger Woods mun vinna mót númar 83

Það virtist nær öruggt fyrir rétt rúmlega ári síðan að Tiger Woods yrði kominn með 83 sigra á þessum tímapunkti en 82. sigur hans kom á Zozo meistaramótinu í nóvember 2019. Woods náði sér aftur á móti engan veginn á strik á síðasta tímabili og þar sem aldurinn er ekki að vinna með Woods er ljóst að það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara fyrir hann að ná að bæta met Sam Snead yfir flesta sigra í sögu PGA mótaraðarinnar. Hann er þó búinn að jafna við hann með 82 sigrum.