Fréttir

Björgvin lætur af störfum hjá Golfklúbbinum Keili
Björgvin Sigurbergsson.
Fimmtudagur 15. október 2020 kl. 19:05

Björgvin lætur af störfum hjá Golfklúbbinum Keili

Björgvin Sigurbergsson sem starfað hefur sem yfirþjálfari hjá Golfklúbbinum Keili síðastliðin þrjú ár og þar á undan íþróttastjóri hefur látið af störfum en þessu var greint frá á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis í gær. 

Í tilkynningunni kemur fram að Björgvin hyggist snúa sér að öðrum störfum. Björgvin hefur einnig á þessum tíma unnið náið með landsliðsþjálfurum.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hérna.