Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Bowditch leitar að kylfusveini á Twitter
Steven Bowditch.
Þriðjudagur 10. júlí 2018 kl. 13:20

Bowditch leitar að kylfusveini á Twitter

Ástralinn Steven Bowditch, sem leikur á PGA mótaröðinni, fer heldur óhefðbundna leið fyrir mót helgarinnar þegar kemur að vali á kylfusveini. 

Bowditch skrifaði á Twitter síðu sína í dag, þriðjudag, að sá einstaklingur sem myndi koma með besta svarið við færslunni fengi að vera kylfusveinn fyrir hann í John Deere mótinu sem fer fram dagana 12.-15. júlí. Þá fengi einstaklingurinn einstaklingurinn alla hanskana og boltana sem yrðu eftir í settinu að móti loknu.

Ástralinn er nú þegar búinn að fjá fjölmargar fyrirspurnir en að hans sögn eru einungis 1% líkur á því að kylfusveinninn þurfi að labba fjóra hringi með honum, því líklega verði hann úr leik eftir fyrstu tvo.

Twitter færslu Bowditch má sjá hér fyrir neðan.

Tengdar fréttir:

Bowditch tekinn við að keyra fullur

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)