Fréttir

Brendon Todd í forystu á World Golf Championship
Brendon Todd
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 1. ágúst 2020 kl. 15:01

Brendon Todd í forystu á World Golf Championship

Tveimur hringjum á World Golf Championship er nú lokið. Mótið fer fram í Tennessee fylki í Bandaríkjunum og er það er heimamaðurinn Brendon Todd sem er í forystu.  Todd er með tveggja högga forystu á næstu menn en hann hefur leikið hringina tvo á samtals 11 höggum undir pari.

Hringinn í gær lék Todd á 65 höggum eða fimm höggum undir pari, þar sem hann fékk fimm fugla en tapaði ekki höggi. Í 2. sæti, á samtals 9 höggum undir pari, er Rickie Fowler. Hann lék fyrsta hringinn á 64 höggum, líkt og Todd, en kom í hús á 67 höggum í gær. 

Þrír kylfingar eru svo jafnir í 3. sæti á samtals 7 höggum undir pari. Það eru þeir Byeong Hun An, Brooks Koepka og Chez Reavie.

Þriðji hringurinn verður leikinn í dag og má fylgjast með stöðunni hér.