Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Burns leiðir en Day og Johnson skammt undan
Sam Burns.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 8. nóvember 2020 kl. 11:05

Burns leiðir en Day og Johnson skammt undan

Bandaríkjamaðurinn Sam Burns er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Houston Open mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi. Burns hefur leikið fyrstu þrjá hringina samtals á 9 höggum undir pari og er einu höggi á undan þeim Jason Day og Carlos Ortiz.

Burns fór hægt af stað á þriðja hringnum en eftir tvo skolla á fyrstu þremur holunum fékk hann fugl á 4. holu og örn á 8. holu og var þá kominn á eitt högg undir par. Þremur holum seinna var hann þó kominn með tvo skolla í viðbót og var því á höggi yfir pari eftir 11 holur. Góður endasprettur, þar sem Burns fékk þrjá fugla, kom honum aftur réttu megin við parið og endaði hann hringinn á tveimur höggum undir pari.

Sepp Straka er í 4. sæti á 7 höggum undir pari, höggi á undan Dustin Johnson sem hefur leikið síðustu tvo hringi á 66 höggum. Efsti maður heimslistans hefur nú spilað 60 hringi á PGA mótaröðinni án þess að fá skolla.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

Who’s taking it home in Houston? 🤔

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on