Fréttir

Canter enn í forystu á Ítalíu
Laurie Canter.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 23. október 2020 kl. 21:08

Canter enn í forystu á Ítalíu

Englendingurinn Laurie Canter er með tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Opna ítalska mótinu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi. Canter, sem lék fyrsta hringinn á 60 höggum, fylgdi því eftir með því að leika á 68 höggum í dag.

Eftir tvo hringi er Canter því á 16 höggum undir pari en hann er í leit að sínum fyrsta sigri á Evrópumótaröðinni. Canter hefur nú þegar bætt met í mótinu en hann er á lægsta skori í sögu Opna ítalska mótsins eftir tvo hringi.

Hinn 38 ára gamli Ross McGowan er tveimur höggum á eftir Canter þegar mótið er hálfnað. Ólíkt Canter hefur McGowan unnið á Evrópumótaröðinni en hann sigraði árið 2009 á Madrid Masters.

Þriðji og næst síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag. Hér er hægt að sjá stöðuna.