Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Connor vann á „inni-mótinu“ á Portrush
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 07:39

Connor vann á „inni-mótinu“ á Portrush

Skotinn Connor Syne sigraði á öðru BMW golfhermis-mótinu á Royal Portrush vellinum í N-Írlandi. Tuttugu og átta atvinnumenn á Evrópumótaröðinni taka þátt.

Connor fékk um 15 milljónir króna fyrir sigurinn sem hann lét renna til tveggja góðgerðamálefna í Dundee í Skotlandi.

Örninn 2025
Örninn 2025

Joos Luiten sigraði á fyrsta mótinu í síðustu viku. Keppendur leika í TrackMan hermum. Connor endaði 18 holurnar á átta höggum undir pari, 64 höggum. Hollendingurinn Will Beseeling og Englendingurinn Lawrie Canter voru tveimur höggum á eftir Skotanum sem hefur undanfarnar vikur verið duglegur að æfa í TrackMan.

Næsta laugardag verður leikið á þýska vellinum Golfclub München Eichenried.