Dagbjartur sáttur við daginn, var um tíma -9 en endaði á -6 og er í 2. sæti
Dagbjartur Sigurbrandsson var efstur ásamt Axel Bóassyni eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu og eftir tíu holur var hann kominn á -4 á deginum og þar með á -9 í heildina. Fleiri fuglar komu ekki í hús og í stað þeirra góðu gesta kom skolli og skrambi lét sjá sig á 17. holu. Dagbjartur endaði því á -1, er -6 í heildina en verður í „Tiger-hollinu“ á morgun ásamt forystusauðnum Axel Bóassyni (-7), og væntanlega Sigurði Arnari Garðarssyni (-4).
Dagbjartur tók nett spjall að hring loknum.