Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari karla
Hulda Clara og Guðrún Brá leika þriggja holu bráðabana
Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari karla í höggleik en hann vann eftir æsispennandi keppni. Axel Bóasson leiddi alla þrjá dagana og með tveimur höggum fyrir lokadaginn en náði sér ekki nógu vel á strik, lék á +3 á meðan Dagbjartur lék á parinu og vann því með einu höggi.
Viðtal við Dagbjart kemur á morgun inn á Kylfing. Einnig verður rætt við Axel.