Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Danir öflugir á fyrsta degi OPNA mótsins í N-Írlandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 23:23

Danir öflugir á fyrsta degi OPNA mótsins í N-Írlandi

Daninn örfhenti og nýliði meðal þeirra bestu í golfi, Jacob Skov Olesen, er meðal fimm kylfinga sem leiða eftir fyrsta daginn á OPNA mótinu á Royal Portrush vellinum í Norður Írlandi. Hinir dönsku Hojgaard tvíburar eru jafnir í 10. sæti og fjórði Daninn, John Axelsen er í 20. sæti. Danski fáninn blaktir vel í hópi bestu kylfinga á OPNA mótinu.

Olesen sigraði á Opna breska áhugamanna í fyrra en gerðist atvinnumaður eftir úrtökumótin í nóvember 2024. Hann hefur verið vaxandi í heimi atvinnumanna og er nú í hópi forystusauða á elsta móti heims. 

Sigurvegarinn á Opna bandaríska mótinu, Englendingurinn Matt Fitzpatrick er í hópnum og líka Kínverjinn LI Haotong, S-Afríku maðurinn Christian Bezuidenhout og Bandaríkjamaðurinn Harris English, allir á fjórum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Höggi á eftir eru fjórir kylfingar, m.a. besti kylfingur heims, Scottie Scheffler. Næst besti kylfingur heims, N-Írinn Rory McIlroy er á -1 eftir frekar skrautlegan hring.

Það má því búast við fjöri og baráttu eftir silfurkönnunni næstu þrjá daga.

Staðan.

Rory gerði marga flotta hluti en líka slatta af mistökum.

Scottie Scheffler lék flott golf í dag og er á -3.