Fréttir

Danny Lee sigurvegari í Tucson
Mánudagur 20. mars 2023 kl. 08:04

Danny Lee sigurvegari í Tucson

Danny Lee vann glæsilegan sigur á LIV mótaröðinni eftir fjögurra manna umspil. Leikið var í Tucson í Arizona.

Lee lék á 9 höggum undir pari eins og Carlos Ortiz, Brendan Steele og Louis Oosthuisen. 

Leika þurfti þrjár umferðir á 18.holunni til að fá úrslit í mótið. Carloz Ortiz féll út í fyrstu umferð þegar hann fékk skolla, en hann hafði leikið frábærlega fór lokahringinn á 65 höggum. Að lokum var það Lee sem náði eina fuglinum í bráðabananum og það tryggði honum fyrsta sigur hans síðan 2015. 

„Ég hef ekki unnið síðan 2015 og mér var farið að líða eins og það væri ekki mitt að sigra í mótum. En þetta sannarlega breytir því. Það er gott að finna að ég get spilað vel og sigrað“ sagði Lee að leik loknum, kampakátur enda verðlaunféð ekkert smáræði 560 milljónir króna. (4m$)

Lið Fireballs GC undir stjórn Sergio Garcia sigraði liðakeppnina, á 25 undir, fjórum höggum betri en 4Aces GC.

Sjá úrslit hér.