Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Aron í 3. sæti á fyrsta Nordic mótinu - góð frammistaða Íslendinganna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. maí 2025 kl. 09:03

Aron í 3. sæti á fyrsta Nordic mótinu - góð frammistaða Íslendinganna

Aron Júlíusson úr GKG endaði jafn í 3. sæti á Bravo Tours Open mótinu á Nordic mótaröðinni sem lauk í gær. Sigurður Arnar Grétarsson og Hlynur Bergsson, báðir úr GKG stóðu sig einnig vel á mótinu.

Aron var um tíma í forystusætinu en náði sér ekki á strik á lokahringnum sem hann lék á tveimur yfir pari eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á samtals 11 undir, 66 og 67 höggum.

Sigurður Arnar endaði mótið á þremur undir pari 71-69-69 höggum og varð jafn í 13. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hlynur Bergsson var í forystu eftir frábæran fyrsta hring á 66 höggum, sex undir pari en lék næstu tvo á 72-73 og endaði á -5 og jafn í 26. sæti.

Hákon Örn Magnússon úr GR var einnig meðal þátttakenda en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á pari, 72-72.

Þeir félagar eru allir skráðir í annað mót ársins á Nordic mótaröðinni nema Aron Snær en mótið verður um næstu helgi.

Nordic mótaröðin er þriðja sterkasta mótaröðin í Evrópu og gefur möguleika á að komast inn á Áskorendamótaröðina en þar eru Guðmundur Á. Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús með þátttökurétt.

Lokastaðan á Nordic mótinu.

Sýnt var frá lokadegi mótsins á Youtube.