Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Ragnhildur í góðum gír í Portúgal
Góð byrjun hjá Ragnhildi á LET access mótaröðinni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. maí 2025 kl. 09:16

Ragnhildur í góðum gír í Portúgal

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR endaði jöfn í 9. sæti á á Super Bock Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem fram fór á Vidago Palace vellinum í Portúgal og lauk í gær. Ragnhildur lék 54 holurnar á fimm undir pari.

Ragnhildur átti frábæran fyrsta hring -5 og lék annan á -1 og var meðal efstu kvenna á mótinu. Þriðjii og síðasti hringurinn var nokkuð skrautlegur en hún var 3 yfir pari eftir 13 holur en náði góðum lokaspretti þar sem hún fékk þrjá fugla en einn skolla og svo par á lokaholuna.

Andrea Bergsdóttir var einnig meðal keppenda en hún var á -3 eftir 36 holur og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Lokastaðan.