Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Day spilaði einungis eina holu á lokadeginum
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 19. október 2020 kl. 20:44

Day spilaði einungis eina holu á lokadeginum

Ástralinn Jason Day þurfti að hætta keppni á lokadegi CJ Cup mótsins vegna meiðsla. Day, sem var í toppbaráttunni fyrir lokadaginn, spilaði einungis eina holu og var hálfnaður með aðra holuna þegar hann gafst upp.

Samkvæmt heimildum Golf Channel voru það hálsmeiðsli að þessu sinni en hinn 32 ára gamli Day hefur einnig verið að berjast við þrálát bakmeiðsli undanfarin ár.

Xander Schauffele og Jason Kokrak, sem voru með Day í holli, spiluðu því tveir saman á lokadeginum og virtist það henta þeim vel en þeir röðuðu sér í tvö efstu sætin í mótinu.