Fréttir

DeChambeau bætti sig um 13 högg á milli hringja
Bryson DeChambeau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 27. febrúar 2021 kl. 12:00

DeChambeau bætti sig um 13 högg á milli hringja

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er í 20. sæti þegar Workday heimsmótið í golfi er hálfnað. Leikið er á Concession vellinum í Flórída.

DeChambeau byrjaði mótið hræðilega og spilaði fyrsta hringinn á 77 höggum eða 5 höggum yfir pari. Hann svaraði því aftur á móti frábærlega með því að koma inn á 64 höggum á öðrum keppnisdeginum og setti um leið vallarmet á Concession vellinum.

DeChambeau bætti sig því um heil 13 högg á milli hringja. Harris English bætti sig næst mest á milli hringja þegar hann kom inn á 69 höggum eftir að hafa spilað þann fyrsta á 78 höggum.

Alls fékk DeChambeau 9 fugla og einn skolla á hringnum en seinna átti Collin Morikawa eftir að jafna vallarmetið.

Þriðji hringur mótsins fer fram í dag, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.