Fréttir

DeChambeau flaug boltanum 365 metra
Bryson DeChambeau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 24. október 2020 kl. 17:20

DeChambeau flaug boltanum 365 metra

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau birti mynd á samfélagsmiðlum sínum um helgina af tölum sem sýndu að hann flaug golfbolta 400 yarda (365 metra) með dræver á dögunum.

DeChambeau, sem sigraði á Opna bandaríska, er talinn líklegastur til sigurs á Masters mótinu sem fer fram í nóvember, meðal annars vegna þess hveru gríðarlega högglangur hann er orðinn.

Eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu talaði DeChambeau um að prófa dræver með 48 tommu skafti til þess að slá enn lengra en hann tók það einmitt fram á myndinni að þetta högg hefði ekki verið slegið með þeim dræver.