Fréttir

DeChambeau sjóðheitur á fyrsta hringnum eftir Opna bandaríska
Bryson DeChambeau. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 8. október 2020 kl. 21:04

DeChambeau sjóðheitur á fyrsta hringnum eftir Opna bandaríska

Bryson DeChambeau er mættur aftur á PGA mótaröðina eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í síðasta mánuði og fer af stað með látum.

DeChambeau er á meðal keppenda á Shriners Hospitals for Children Open sem hófst í dag og spilaði hann á 9 höggum undir pari og er þessa stundina í efsta sæti í mótinu.

Bandaríkjamaðurinn högglangi fékk alls 9 fugla og 9 pör á hring dagsins en hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá hringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.