Public deli
Public deli

Fréttir

Draumabyrjun hjá Eyþóri Hrafnari á þriðja hring
Heimamaðurinn Eyþór Hrafnar var með flugeldasýningu í byrjun þriðja hrings
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 7. ágúst 2021 kl. 15:20

Draumabyrjun hjá Eyþóri Hrafnari á þriðja hring

Heimamaðurinn Eyþór Hrafnar Ketilsson átti sannkallaða draumabyrjun á þriðja hring Íslandsmótsins.

Eyþór gerði sér lítið fyrir og fékk fugla á 5 fyrstu brautir dagsins og lyfti sér heldur betur upp listann. Hann hafði leikið fyrstu tvo hringina á samtals 6 höggum yfir pari og því kærkomið að éta upp 5 högg strax í byrjun.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Þegar fréttin er skrifuð hefur Eyþór lokið við 16 holur á hringnum og er á höggi undir pari í dag en samtals á 5 höggum yfir og í 15. sæti.