Fréttir

Draumahögg á Spáni
Laugardagur 20. maí 2023 kl. 08:09

Draumahögg á Spáni

Þrátt fyrir að vori illa á mörgum íslenskum golfvöllum þá láta kylfingarnir það ekki slá sig útaf laginu.

Hilmar Harðarson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar átti frábæran dag á Vista Bella golfvellinum á Spáni. Hilmar hafði átt fínan dag á vellinum þegar hann kom á 15.braut sem er 155 metra par 3 hola. Hann reif upp 7tréð. Smellihitti og skömmu síðar lá boltinn í holunni.

Til hamingju með draumahöggið Hilmar. Í einu orði sagt. Frábært.