Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Dustin Johnson segist ánægður að vera aftur númer 1 en sigrarnir séu mikilvægari
Dustin Johnson og Tiger Woods
Mánudagur 11. júní 2018 kl. 22:13

Dustin Johnson segist ánægður að vera aftur númer 1 en sigrarnir séu mikilvægari

Dustin Johnson komst í efsta sæti heimslistans að nýju eftir að hafa sigrað FedEx St. Jude Classic mótið. Johnson sat samtals í 64 vikur á toppi listans áður en Justin Thomas tók við af honum. Það var þó aðeins í fjórar vikur og er Johnson nú aftur kominn á toppinn.

Hann sagði eftir að ljóst var að toppsætið var hans að nýju að þó svo að það væri gaman að vera í efsta sæti heimslistans þá væru sigrarnir mikilvægari.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Að vinna mót eykur sjálfstraustið meira en að vera númer 1 í heiminum. Þegar ég spila eins og ég gerði nú um helgina, vitandi að allt var undir gefur mér mikið sjálfstraust. Þetta var stór sigur og yfirlýsing.“

Johnson, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur árum, er í holli með tveimur fyrrum efstu mönnum heimslistans, Tiger Woods og Justin Thomas, þegar mótið hefst á fimmtudaginn.