Fréttir

Dustin Johnson úr leik vegna Covid
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. október 2020 kl. 20:38

Dustin Johnson úr leik vegna Covid

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, átti að snúa til baka á völlinn á fimmtudaginn á CJ Cup mótinu eftir nokkra vikna hlé eftir Opna bandaríska meistaramótið sem fram fór um miðjan september. Það verður þó einhver bið á því þar sem Johnson greindist með Covid-19 fyrr í dag.

Eftir að hafa fundið fyrir einkennum fyrr í dag fór Johnson aftur í próf og fékk hann þá jákvæðar niðurstöður kom fram í tilkynningu frá PGA mótaröðinni.

„Ég er augljóslega mjög vonsvikinn. Ég var spenntur fyrir því að keppa um helgina en mun þess í stað gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka sem fyrst. Ég hef nú þegar fengið nokkur símtöl frá sjúkrateymi mótaraðarinnar og ég er rosalega þakklátur fyrir allar þær ráðleggingar sem ég hef fengið.“

Johnson er 11. spilarinn á PGA mótaröðinni til að greinast með Covid-19 síðan mótaröðin fór af stað að nýju 18. júní síðastliðinn.