Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Eðvard Júlíusson gerður að heiðursfélaga GG
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 31. ágúst 2023 kl. 09:08

Eðvard Júlíusson gerður að heiðursfélaga GG

Eðvard Júlíussson sem verður níræður 7. september, var gerður að heiðursfélaga Golfklúbbs Grindavíkur en Eddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur lengi verið virkur meðlimur og öflugur bakhjarl GG. Það var Hávarður Gunnarsson, formaður GG sem afhendi Edda blómvönd fyrir hönd klúbbsins.

Eddi spilar golf flesta daga og skorið batnar stöðugt. Margir eru með „birdie-pela“ í pokanum, Eddi er hins vegar með „par-flösku“ í sínum!

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Kylfingur óskar Edda fyrirfram til hamingju með stórafmælið.