Fréttir

Efsti maður heimslistans telur að hann geti bætt alla hluti leiksins
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 21:40

Efsti maður heimslistans telur að hann geti bætt alla hluti leiksins

Þrátt fyrir að sitja í efsta sæti heimslistans telur Dustin Johnson að hann geti bætt alla hluti leiksins. Þetta kemur frá kylfingi sem hefur unnið fjórum sinnum, þrisvar lent í öðru sæti, einu sinni í sjötta sæti og í 11. sæti í síðustu níu mótum sem hann hefur leikið í.

„Mér finnst eins og ég geti alltaf bætt alla hluti leiksins, en ég get samt alveg pottþétt alltaf púttað betur,“ sagði Johnson í dag eftir Pro-Am mótið fyrir Genesis Invitational mótið sem hefst á morgun.

„Það er alltaf hægt að bæta stuttaspilið. Ég er að sveifla kylfunni vel, ég er ánægður með sveifluna, en það er samt alltaf hægt að bæta sig í öllum hlutum leiksins.“

Undanfarna vikur hafa minnt á gengi Tiger Woods á sínum tíma og staða hans á heimslistanum staðfestir það. Hann gæti sleppt að keppa í nokkra mánuði og haldið efsta sætinu en hann halda þessari góðri spilamennsku áfram.

„Þessi leikur er aldrei auðveldur. Allir dagar eru mismunandi. Augljóslega þá er sjálfstraustið mikið þessa stundina. Mér líður vel með það sem ég er að gera. Ég er með sjálfstraust í öllu því sem ég er að gera.“