Fréttir

Ein þekktasta rödd golfsins þögnuð
Robson á kunnuglegum stað. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 17. október 2023 kl. 16:55

Ein þekktasta rödd golfsins þögnuð

Ein þekktasta rödd í golfi atvinnumanna heyrist ekki lengur. Ivor Robson, leikmannakynnir, er látinn, 83 ára að aldri. Robson hætti störfum sem hann sinnti ætíð á 1. teig, árið 2015.

Hann var leikmannakynnir eða „offical starter“ á OPNA mótinu (British Open) í 41 ár, frá 1975 til og með 2015 en aðeins ári skemur sinnti hann sama starfi á Evrópumótaröðinni, nú DP World Tour.

Líklega er nafn Birgis Leifs Hafþórssonar eina íslenska nafnið sem Robson þurfti að lesa upp á sínum ferli.