Fréttir

Einungis McIlroy unnið oftar en Grace frá 2012
Branden Grace. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 20:52

Einungis McIlroy unnið oftar en Grace frá 2012

Líkt og Kylfingur greindi frá á sunnudaginn fagnaði Branden Grace sigri á fyrsta móti ársins 2020 á Evrópumótaröð karla, SA Open.

Grace hafði betur gegn samlanda sínum Louis Oosthuizen um sigurinn og fagnaði þar með sínum níunda sigri á mótaröðinni á sínum farsæla ferli.

Eftir sigurinn bentu stjórnendur Twitter síðu Golf TV á þá mögnuðu staðreynd að frá árinu 2012 hefur einungis einn kylfingur unnið oftar en Grace á Evrópumótaröðinni og er það enginn annar en Norður-Írinn Rory McIlroy.

Á tímabilinu 2012-2020 hefur McIlroy sigrað á 11 mótum á Evrópumótaröðinni á meðan Grace hefur sigrað á 9 mótum. Justin Rose á þriðja besta árangurinn en hann hefur sigrað á 8 mótum á þessum sama tíma.

Sigursælustu kylfingar Evrópumótaraðarinnar undanfarin 9 ár:

11 sigrar: Rory McIlroy
9 sigrar: Branden Grace
8 sigrar: Justin Rose
7 sigrar: Alex Noren
7 sigrar: Bernd Wiesberger
7 sigrar: Dustin Johnson
7 sigrar: Danny Willett