Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Ekki gerst frá árinu 1926
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 5. ágúst 2020 kl. 20:30

Ekki gerst frá árinu 1926

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefur titil að verja á PGA meistaramótinu sem hefst á morgun, fimmtudag, á TPC Harding Park vellinum í Bandaríkjunum. Koepka sigraði á mótinu í fyrra eftir sveiflukenndan lokahring en hann sigraði þar að auki árið 2018.

Takist Koepka að vinna um helgina yrði það í fyrsta skiptið frá árinu 1926 sem kylfingi tækist að vinna PGA meistaramótið þrjú ár í röð eða frá því að Walter Hagen afrekaði það.

Hagen sigraði raunar fjögur ár í röð á PGA meistaramótinu árin 1924-1927 en þá kepptu leikmenn mótsins í holukeppni. Einu tveir kylfingarnir sem hafa unnið PGA meistaramótið tvö ár í röð frá því að það varð að höggleik eru þeir Koepka og Tiger Woods en sá síðarnefndi varði titil sinn árið 2007.

Brooks Koepka leikur fyrstu tvo hringi mótsins með þeim Gary Woodland og Shane Lowry. Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda.