Fréttir

EM 50 ára og eldri - bæði íslensku liðin í 12. sæti
Íslensku liðin enduðu bæði í 12. sæti.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 7. september 2021 kl. 10:06

EM 50 ára og eldri - bæði íslensku liðin í 12. sæti

Evrópumót landsliða 50 ára og eldri fóru fram í síðustu viku. 

Kvennaliðið lék í Búlgaríu á Black Sea Rama golfsvæðinu. Þar fögnuðu Spánverjar Evrópumeistaratitlinum en íslenska liðið endaði í 12. sæti. 

Fyrstu tvo hringi mótsins var leikinn höggleikur og þar endaði íslenska liðið einnig í 12. sæti og lék því í B-riðli um sæti 9 til 12. Í riðlinum lék liðið þrjá leiki gegn Tékkum, Ítölum og Slóvenum. Leikirnir gegn Tékkum og Ítölum töpuðust en sigur vannst gegn Slóveníu og 12. sætið því staðreynd eins og áður segir.

Lið Íslands var svo skipað: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Þórdís Geirsdóttir.

Ítarlegri umfjöllun um mótið má sjá á vef golfsambandsins HÉR

Karlaliðið lék á Sedin golfsvæðinu í Slóvakíu þar sem Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar. Eftir höggleikinn var íslenska liðið í 14. sæti af 23 liðum. Hlutskiptið því að leika í B-riðli um sæti 9 til 16.

Þar sigraði íslenska liðið Austurríki en tapaði gegn Ítalíu og lék svo gegn Norðmönnum um 11. til 12.  sætið en beið lægri hlut.

Þessir skipuðu lið Íslands: Frans Páll Sigurðsson, Gunnar Páll Þórisson,  Halldór Sævar Birgisson, Ólafur Hreinn Jóhannesson, Sigurbjörn Þorgeirsson, Tryggvi Valtýr Traustason.

Nánari umfjöllun á vef golfsambandsins HÉR