Fréttir

Engin ógnaði Ko sem sigraði örugglega í New Jersey
Ko sigraði í þriðja sinn á tímabilinu í gær.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 11. október 2021 kl. 09:04

Engin ógnaði Ko sem sigraði örugglega í New Jersey

Jin Young Ko jafnaði met Anniku Sörenstam þegar hún lék 14. hring sinn á LPGA mótaröðinni í röð á færri en 70 höggum.

Hún leiddi Cognizant Founders Cup mótið strax frá fyrsta degi og hafði fjögur högg í forskot fyrir lokahringinn. Hún lék svo enn og aftur frábærlega í gær í rigningunni í New Jersey og tryggði sér öruggan sigur hring upp á 66 högg.

Þar með er Ko komin í hóp fjögurra annara kylfinga frá Suður Kóreu sem hafa sigrað 10 sinnum eða oftar á mótaröðinni. Hún á þó langt í land með að ná Se Ri Pak sem sigraði alls 25 sinnum á sínum tíma.

Ko lék hringina fjóra á samtals 18 höggum undir pari. Caroline Masson frá Þýskalandi endaði í öðru sæti mótsins á 14 höggum undir pari. Elizabet Szokol varð svo þriðja á 11 höggum undir pari.

Lokastaðan í mótinu