Fréttir

Erfið byrjun hjá Guðrúnu í Sádi Arabíu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 14:49

Erfið byrjun hjá Guðrúnu í Sádi Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf í dag leik á Aramco Saudi Ladies International mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Mótið er eitt af stærstu mótum í sögu mótaraðarinnar en þetta er fyrsta mótið sem haldið er í Sádi Arabíu á mótaröðinni.

Dagurinn reyndist Guðrúnu erfiður en hún hóf leik á 10. holu í dag. Hún byrjaði ágætlega og var á parinu eftir fjórar holur. Hún tapaði þá fjórum höggum á næstu fimm holum og lék því fyrstu níu holurnar á fjórum höggum yfir pari. Á þeim síðari var hún komin með tvo skolla eftir sjö holur en fékk þá tvöfaldan skolla. Þar við sat og endaði hún því hringinn á átta höggum yfir pari. Guðrún er jöfn í 95. sæti eftir daginn.

Það er hin enska Georgia Hall sem er í forystu eftir fyrsta hring. Hún lék á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari, og er hún höggi á undan Lydiu Hall.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.