Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Erfið byrjun í fyrsta hring í S-Afríku
Guðmundur á sínu fyrsta móti á DP mótaröðinni í Jóhannesarborg. Mynd/golfsupport.nl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 09:50

Erfið byrjun í fyrsta hring í S-Afríku

Eftir frábært golf í úrtökumótum var byrjunin á fyrsta mótinu á DP Evrópumótaröðinni hjá Guðmundi Ágústi Kristjánssyni erfið á fyrsta móti nýs keppnistsímabils en leikið er á Houghton golfvellinum í Jóhannesarborg í S-Afríku.

Guðmundur fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut  en kom til baka með fugli á 3. braut. Á næstu fjórtán brautum fékk okkar maður sex skolla, jafn marga og á 108 holum í lokaúrtökumótinu. Guðmundur endaði hringinn á fugli sem var jákvætt en skorið var hins vegar ekki gott, +6. 

Ræst er út í tveimur hópum í mótinu og var Guðmundur í fyrra slottinu. 

Staðan.

Heildaverðlaunaféð í mótinu er um 150 milljónir kr. Þrír efstu fá þátttökurétt á OPNA mótinu (British Open) svo til mikils er að vinna. 

Fyrstu þrjú mót tímabilsins fara fram í Suður-Afríku en fjórða mótið verður á eyjunni Máritíus á Indlandshafi. Guðmundur verður með á öllum þessum mótum.