Fréttir

Erfiður dagur hjá Haraldi
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. maí 2021 kl. 21:29

Erfiður dagur hjá Haraldi

Haraldur Franklín Magnús lék á á 75 höggum á fyrsta hring Range Servant Challenge mótsins sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Hringurinn var sveiflukenndur hjá Haraldi en hann er jafn í 140. sæti.

Hann hóf leik á fyrstu holu í dag og var komin þrjú högg yfir par eftir eftir sjö holur. Tveir fuglar á holum átta og 14 komu honum nær parinu en tveir skollar á síðustu holunum þýddi að hann endaði daginn á 75 höggum, eða þremur höggum yfir pari.

Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik í dag og gæti því staðan eitthvað breyst en ljóst er að Haraldur þarf á góðum öðrum hring að halda ætli hann sér áfram.

Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru einnig á meðal keppenda. Andri lék á 72 höggum í dag á meðan Guðmundur lék á 68 höggum og er jafn í 16. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.