Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Eric Van rífur í gítarinn
Miðvikudagur 25. mars 2020 kl. 12:41

Eric Van rífur í gítarinn

Atvinnukylfingurinn Erik Van Rooyen hefur flogið upp heimslistann í golfi en hann er ekki bara snjall kylfingur heldur mjög liðtækur á gítarinn eins og sjá má í myndskeiði sem hann deildi á Instagram. Hann hefur nægan tíma núna til að æfa sig með gítarnöglinni á veirutímum.

S-Afríku kylfingurinn Van Rooyen er í 42. sæti á heimslista kylfinga og var m.a. í 3. sæti í heimsmótinu í Mexíó í upphafi árs. Hann sigraði á einu móti á Evrópumótaröðinni í fyrra og hefur á atvinnumannaferlinum sem hófst 2013 unnið sér inn tæpar 600 milljónir króna.