Fréttir

Evrópa með öruggan sigur
Sigurlið Evrópu 2023.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 1. október 2023 kl. 15:18

Evrópa með öruggan sigur

Lokadagurinn á Ryder varð meira spennandi en margan gat grunað en Evrópu vantaði bara fjóra vinninga til að ná sigri. Til að byrja með voru fleiri bláar tölur en svo breyttist það en þó aldrei þannig að hjartveikir þyrftu að taka hjartastyrkjandi og Evrópa vann að lokum öruggan sigur, 16 1/2 - 11 1/2.

Jon Rahm á móti Scottie Scheffler

Þessi leikur náði að verða spennandi allan tímann þar sem sá efsti (Scottie) og sá þriðji hæsti á heimslistanum, skiptust á að vera með forystuna. Scottie átti eina fyrir lokaholuna en Rahm setti niður fallegt pútt og þar með skiptu liðin vinningnum bróðurlega á milli sín.

Viktor Hovland á móti Collin Morikawa

Einn af þessum leikjum sem náði aldrei að verða spennandi, Norðmaðurinn sem var frábær alla helgina landaði öruggum sigri, 4/3.

Justin Rose á móti Patrick Cantlay

Justin Rose barðist hetjulega í þessum leik sem hann var allan tímann að elta en Cantlay sem spilaði frábærlega, tók 17. holuna og vann því 2/1.

Rory McIlroy á móti Sam Burns

Rory virtist ætla taka auðveldan sigur en Burns kom sterkur upp í lokin en átti lélegt upphafshögg á 17. holu sem er par 3 og Rory vann holuna og því leikinn 3/1.

Matt Fitzpatrick á móti Max Homa

Þetta var líklega mest spennandi leikurinn. Max átti eina holu eftir 11. holuna og allar holurnar féllu eftir það. Á 16. holu setti Matt boltann sinn í vatnið og í stað þess að spila öruggt, gerði Max það líka. 18. holan var athyglisverð, Max tók víti eftir annað höggið sitt, átti frábært högg inn á án þess að parið væri gefið. Matt missti sitt pútt fyrir fugli og Max setti parpúttið og holan féll því og þar með naumur sig Bandaríkjamannsins, 1/0.

Tyrrell Hatton á móti Brian Harman

Hatton hefur verið frábær í mótinu og kláraði örvhenta Bandaríkjamanninn á 16. holu sem hann vann, 3/2.

Ludvig Åberg á móti Brooks Koepka

Keopka lék frábærlega á sunnudeginum, líklega best landa sinna og átti ekki í teljandi erfiðleikum með Svíann, 3/2

Sepp Straka á móti Justin Thomas

Leikurinn í járnum allan tímann, Justin vann 18. holuna og leikinn þar með 2/0.

Nicolai Højgaard á móti Xander Schauffele

Xander með tiltölulega öruggan sigur eftir að Daninn hafði náð tveggja holu forystu í byrjun. Xander tók þá þrjár í röð og náði forystu en Daninn jafnaði, það var líf og fjör í þessum leik sem Xander klárði með því að vinna 16. holuna, 3/2.

Shane Lowry á móti Jordan Spieth

Frábær leikur fyrir áhorfandann! Spieth komst í 3-0, Írinn minnmaði í 3-2 en Spieth komst svo í 4-2. Lowry jafnaði á 14. holu, Spieth komst yfir á 15. og Lowry jafnaði svo aftur á 16.holu, frábær skemmtun! Þegar Lowry vann 17. holuna var komið í ljós að Evrópa væri búið vinna en Spieth tók lokaholuna og jafnaði því leikinn.

Tommy Fleetwood á móti Rickie Fowler

Þegar Fleetwood vann 16. holuna fögnuðu Evrópumennirnir gríðarlega, þá var orðið ljóst að þeir væru komnir með 14 ½ vinning því Fleetwood átti tvær holur og bara tvær holur eftir. Hann vann leikinn 3/1

Robert MacIntyre á móti Wyndham Clark

Ekki beint þekktustu þrjótarnir á þakinu. Skoski nýliðinn vann 2/1.

Evrópa mun þar með geyma Ryderbikarinn næstu tvö árin.