Fréttir

Evrópumótaröð karla: Casey upp um 26 sæti á stigalistanum
Paul Casey.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 15:00

Evrópumótaröð karla: Casey upp um 26 sæti á stigalistanum

Þegar 11 mótum er ólokið á þessu tímabili á Evrópumótaröð karla þá er það Shane Lowry sem er með afgerandi forystu á toppi Race to Dubai listans, stigalista mótaraðarinnar. Sigurvegari helgarinnar, Paul Casey, er hástökkvari vikunnar en hann fór upp um heil 26 sæti.

Lowry er með 3.344,6 stig en hann hefur aðeins leikið í níu mótum á mótaröðinni á árinu. Hann hefur unnið tvö mót á árinu, annað var Abu Dhabi HSBC Championship mótið sem er eitt af Rolex Series mótunum og svo Opna mótið. Hann hefur því fengið mikið af stigum í þeim átta mótum sem hann hefur leikið í.

Næstur Lowry er Bernd Wiesberger með 2.944,6 stig en hann hefur leikið í 22 mótum á árinu og unnið tvö af þeim.

Casey bar sigur úr býtum á Porsche European Open mótinu í gær og vann þar sitt 14. mót á Evrópumótaröðinni. Fyrir vikið er Casey farinn úr 42. sæti upp í það 16. með 1.382,9 stig.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.