Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Colsaerts endaði sjö ára bið eftir sigri
Nicolas Colsaerts.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 20. október 2019 kl. 18:40

Evrópumótaröð karla: Colsaerts endaði sjö ára bið eftir sigri

Belginn Nicolas Colsaerts batt enda á rúmlega sjö bið eftir að komast á sigurbrautina á ný eftir sigur á Open de France mótinu. Mikil dramatík var undir lokinn á hringnum í dag en svo fór að lokum að Colsaerts fagnaði eins högga sigri.

Colsaerts var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn. Slæm byrjun á hringnum gef öðrum kylfingum eins og Joachim B. Hansen og George Coetzee tækifæri að berjast um sigurinn. Colsaerts tók þó forystuna eftir fugl og örn á holum 13 og 14. Hann fékk þó tvöfaldan skolla á 15. holunni en Coetzee, sem var í lokaholunni, fékk þrefaldan skolla. Hansen var þá kominn í forystuna allt þar til á 17. holunni þegar hann fékk tvöfaldan skolla.

Colsaerts gerði engin mistök undir lokin og endaði lokahringinn á 73 höggum, eða höggi yfir pari, og mótið á 12 höggum undir pari. Hansen varð einn í öðru sæti á 11 höggum undir pari. Coetzee varð í þriðja sæti á 10 höggum undir pari.

Þetta var fyrsti sigur Colsaerts á Evrópumótaröðinni síðan í maí 2012. Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.